Kaupa Austurlamb

Sala hafin

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Nú er hafin sala Austurlambs 2008 og hafa margir fastir viðskiptavinir nú þegar tekið við sér og lagt inn pöntun hjá sínum viðskiptabónda.

Sérstök athygli er vakin á Upprunavalinu hér til vinstri á síðunni, en þar gefst fólki kostur á að velja sér lamb eftir þeim búskaparháttum sem hverjum og einum finnst æskilegastur. Þetta er nýjung, sem á eftir að útfæra nánar og verður þar reynt að mæta óskum viðskiptavina.

Slátrun í Austurlamb mun hefjast um miðjan september og er þess að vænta að fyrstu sendingar geti farið frá okkur áleiðis til kaupenda upp úr mánaðamótum september-október.

 

Landbúnaðarsýning

Austurlamb verður þátttakandi í Landbúnaðarsýningunni á Hellu um næstu helgi (22-24.ágúst) Þar munum við kynna nýja uppfærslu á heimasíðu okkar og fræða sýningargesti um ýmsa þætti þjónustu okkar. Stefnt er að því að opna fyrir pantanir í forsölu 2008, og verður það auglýst sérstaklega í fjölmiðlum. Þar sem vinsældir Austurlambs hafa aukist stöðugt ár frá ári má vænta þess að í haust haldi sú þróun áfram. Sölubændum hefur hins vegar fækkað og eykst stöðugt sú hætta að erfitt verði að nálgast kjöt frá vinsælustu bæjunum.
 

Uppruninn er mikilvægur

Nú fer að renna upp sá tími að Austurlamb fer að úndirbúa haustvertíðina. Umsjónarmaður hefur hitt allmarga kaupendur Austurlambs og aðra, sem ákveðnir eru í að prófa viðskiptin í haust. Í máli mjög margra kemur fram mikilvægi þess að vita hvernig beit og fóðrun búfjárins er á viðskiptabæ. "Ég vil bara skóggengið kjöt" sagði einn. Aðrir leita eftir strandbeit, þriðji hópurinn eftir heiðalambi o.s.frv. Rétt er að benda gestum síðunnar á "Upprunaval", en þar má finna í samanþjöppuðu formi upplýsingar um þessi grundvallaratriði vandlátra viðskiptavina. Reyndar er það eitt af verkefnum sumarsins að yfirfara þessar upplýsingar, og laga að nútímanum, þar sem þær hafa staðið óbreyttar frá árinu 2005.

 

 
Síða 22 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti