Kaupa Austurlamb

.... sem ber burt synd heimsins

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Þegar fjallað er um lambakjöt koma gjarna upp í hugann trúarlegar tilvísanir. Á meðan sumir hafna svínakjötsáti af trúarlegum ástæðum og kýr eru sums staðar taldar heilagar og því ekki ætlaðar til manneldis, hefur lambið virðulegan sess í flestum trúarbrögðum heims.

Þannig er talað um fórnarlamb, rakið til fornra trúarsiða og öll þekkjum við Guðs lamb sem ber burtu synd heimsins. Fjárhirðar koma við sögu í biblíunni og efalaust í fleiri trúarritum og múhameðstrúarmenn syngja bæn í hvert sinn sem þeir slátra lambi.

Hér skal látið liggja milli hluta rannsóknarefnið hvernig stendur á því að lambið trónir svo hátt á stalli algengustu trúarbragða, en hins getið að lambakjöt er hvarvetna talið með dýrari kostum í fæðuvali, einkum vegna gæða en einnig þar sem framleiðslukostnaður er tiltölulega hár.

Sú tilraun sem Austurlamb gefur beitt sér fyrir, að tengja einstaka máltíð við uppruna hinnar lifandi skepnu hefur hlotið mikla athygli. Margt er þó órannsakað og fullvíst að framundan eru viðamikil verkefni á þessu sviði. Bæði má beina athyglinni út fyrir landssteinana og gera athugun á því hvort að þarlendir gætu hugsanlega kaupa íslenskt lambakjöt á þennan hátt, en einnig að byggja upp enn frekari ímynd innanlands með því að beina viðskiptum einstaklinga til einstakra bænda og þá helst til þeirra sem besta og tryggasta vöru bjóða, en þar er Austurlamb hiklaust í fararbroddi.

 

Jóla- og áramótakveðja

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Jlakv2011

 

Í upphafi jólamánaðar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Desember er hafinn.

Fólk fer að skipuleggja jólahátíðina og sér í lagi jólamáltíðirnar.

Þeir sem hafa hrygg eða læri frá Austurlambi verða aldrei fyrir vonbrigðum.

Auk gæðanna er uppruni fæðunnar á hreinu og því hægt að upplifa hana sem hluta af íslenskri náttúru frá tilteknum sveitabæ eða svæði.

Lesið það sem kokkurinn segir hér á heimasíðunni. Sé farið eftir þeim hollráðum,á matseldin ekki að klikka.

Við hjá Austurlambi erum strax byrjuð að hlakka til jólanna.

 

 
Fleiri greinar...
Síða 8 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti