Kaupa Austurlamb

Undirbúningur haustsins

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

er hafinn hjá Austurlambi.

Unnið er að skipulegri kynningu og yfirferð vöru og verðs.

Raddir hafa heyrst um að auka skuli lágmarksþyngd skrokka, sem fara í Austurlamb. Ástæða fyrir því er sú að minnstu hryggirnir okkar þykja ekki nógu matarmiklir. Einnig er staðreyndin sú að þeir sem versla við Austurlamb reikna yfirleitt með vænum stykkjum.

Nánari fregnir þegar líður á sumarið.

 

Austurlamb mætir gæðakröfum.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Svo virðist sem veitingamenn í betri veitingahúsum telji sig ekki fá lengur lambakjöt af þeim gæðum, sem þeir nutu fyrir einum eða tveim áratugum. Um það vitnar bréf tveggja matreiðslumeistara í Reykjavík til allra afurðastöðva og til þeirra samtaka bænda, sem málið varða.

Kvartað er yfir því að lambakjötið sé í sumum tilfellum seigt, morkið og bragðlítið þrátt fyrir fagmannlega meðhöndlun fyrir eldun. Þetta er í bréfinu meðal annars rakið til rangrar meðferðar sláturfjár, hraðrar kælingar eftir aflífun og stuttan kælitíma fyrir frystingu.

Í tilefni af þessu vill Austurlamb taka fram að frá upphafi hafa gæði lambakjötsins frá okkur verið tryggð. Svo er fyrir að þakka ágætu samstarfi við sláturleyfishafa, sem góðfúslega hafa látið í té þá þjónustu, sem færir viðskiptavinum okkar hámarksgæði.

Enda hafa Austurlambi engar kvartanir borist vegna lakra bragðgæða allt frá því að starfsemin hófst fyrir 8 árum. Sakar heldur ekki að minna enn einu sinni á að í hvert skipti sem hráefni frá Austurlambi hefur verið notað í kokkakeppni, hefur viðkomandi matriðslumaður fengið 1. verðlaun.

 

Páskarnir nálgast

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Sérverkað lambalæri eða hryggur er tilvalin páskasteik.

Spyrjið þá sem reynt hafa!

 
Fleiri greinar...
Síða 7 af 22
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Aðeins það besta

Verðmyndun á Austurlambi Hvað gerir Austurlamb svo einstakt? Sjáðu hvað gerir Austurlamb fyrsta flokks!

Tenglar

RSS veita

feed-image Fréttaveita
Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti