Kaupa Austurlamb

Verðmyndun Austurlambs

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Þú færð aðeins bestu bitana af lambinu, þegar þú kaupir Austurlamb


Verðmyndun Austurlambs

01
Sérvalið kjöt með rekjanleika til býlis.

02 Skrokkar valdi í sláturhúsi með tilliti til þyngdar, vöðvafyllingar og fituhulu.

03 Skrokkar látnir hanga í 3-4 daga fyrir frystingu til að bragðgæði og meyrni kjötsins verði sem best.

04 Við sögun eru aðeins valdir kjötmestu bitarnir til sölu í Austurlambi og beinmiklir hlutar fylgja ekki með.

Kjötið sem selt er frá Austurlambi er sérvalið kjöt með rekjanleika til býlis. Skrokkar eru valdir í sláturhúsi með tilliti til þyngdar, vöðvafyllingar og fituhulu. Til að bragðgæði og meyrni kjötsins verði eins og best er á kosið, eru skrokkar látnir hanga í þrjá-fjóra sólahringa fyrir frystingu. Við sögun á skrokk eru aðeins valdir kjötmestu bitarnir til sölu í Austurlamb. Slög, bringa og beinmiklir hlutar eins og háls og kjúkur fylgja ekki með. Með þessum langa moðnunartíma og rækilegri snyrtingu er nýtingin aðeins rúm 70% miðað við hefðbundna framleiðslu niðursagaðra kjötskrokka.

Það sem gerir kjöt frá Austurlambi frábrugðið öðru sambærilegu kjöti í stórmörkuðum er fyrst og fremst að meyrni er tryggð með lengri moðnunartíma, kjötið hefur ósvikið lambakjötsbragð og aðeins bestu bitar eru teknir úr skrokknum.

Austurlamb skrokkur

Smellið á hluti Austurlambs til að sjá dæmi um unna vöru af hverjum hluta.

Læri Lærissneiðar Heill hryggur Kótilettur tvöfaldar Súpukjöt

• Verð og vörulýsing Austurlambs

Athuga að flutningur er ekki innifalinn í verði - Tafla yfir flutningskostnað Austurlambs með Landflutningum

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti