Útstekkur

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Útstekkur

 


 

 

  • Fjárstofn: Öræfi og Reykhólahreppur.
  • Sumarbeit: Fjöll / dalir við sjó
  • Kjarnfóður að vetri: Ekkert
  • Beit fyrir slátrun: Beint af fjalli
  • Vetrarmeðferð: Úti ef tíð leyfir

Bændur: Sjöfn Gunnarsdóttir f. 1946 og Heiðberg Hjelm f. 1945.
Sími/Fax: 476 1486
Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Búseta: Sjöfn og Heiðberg hafa stundað búskap á Útstekk frá 1991, en Sjöfn er uppalin þar frá barnæsku.
Aukastörf: Engin.
Bústærð: U.þ.b. 110 fjár.

Útstekkur

Um framleiðslu lambakjötsins

Fjárstofn: Úr Öræfum og Reykhólahreppi. Kynbætt með sæðingum.
Vetrafóðrun áa: Rúlluhey tvisvar á dag. Auk þess útbeit og fjörubeit. Féð er látið út daglega, nema í vondum veðrum og fyrst eftir rúning. Nánast ekkert kjarnfóður gefið.
Sumarbeit: Fjöll og dalir ásamt fjörubeit.
Beit fyrir slátrun: Aðallega beint af fjalli. Einnig úthagi og óáborið tún með aðgang að fjöru.
Meðalfallþungi 2009: 18,4 kg.
Gæðaflokkun: Holdfylling mjög góð. Fita frekar mikil.

Landshættir

Beitiland er afar rúmt í hálendum dölum að baki bæjarins, allt yfir í Hellisfjörð. Auk þess strandbeit og fjörubeit. Slægjur og beit á Helgustöðum og Sigmundarhúsum eru nytjaðar frá Útstekk. Að vetri er enginn fóðurbætir gefinn en fé hleypt út alla daga þegar veður leyfir, nema þegar nýbúið er að rýja, en það er gert í marsmánuði.

Aðfengin umsögn um afurðir búsins á Útstekk:
“Eftir að hafa átt heima á Eskifirði í nokkur ár fyrir ekki alls löngu og kynnst lambakjötinu frá Útstekk í Fjarðabyggð, áður Helgustaðahreppi, þá finnst mér full ástæða til að nefna að sjaldan hef ég verið jafn ánægður með nokkurt kjöt en þaðan. Það má eiginlega segja að kjötið hafi verið sérsaltað frá náttúrunnar hendi en með þessum fína tón sem lyngbrekkurnar hafa gefið því.” Hjálmar Jónsson.

 

Bærinn á Útstekk stendur þar sem áður stóð Breiðuvíkurkaupstaður, þar sem rekin var einokunarverslun Dana fram undir aldmótin 1800 og hafði verslunarsvæði frá Fáskrúðsfirði norður til Borgarfjarðar og austanvert Fljótsdalshérað. Eftir það var kaupstaðurinn fluttur inn á Eskifjörð.

Útstekkur
Gæðalamb notar síðustu dagana til að njóta útsýnis.

Útstekkur
Sjöfn bóndi fóðrar uppvaxandi Austurlamb af nákvæmni.

Útstekkur
Í stofu hjá Herbert (t.v.) Gestkomandi er Guðmundur Björgólfsson frá Breiðdalsvík.

 

 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti