Unaós

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Austurlamb_Unaos

Heytegund: Þurrhey

  • Fjárstofn: Öræfi / Strandir
  • Sumarbeit: Kjarrlendi í fjalli
  • Kjarnfóður að vetri: Lítið
  • Beit fyrir slátrun:Lyng + óáborin há
  • Vetrarmeðferð: Á húsi

Bændur: Soffía Ingvarsdóttir f. 1963 og Þorsteinn Bergsson f. 1964. Þau eiga tvö börn, Ingvar f. 1996 og Ásu f. 1999.
Símar: 471 3024 og 868 2960.
Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Búseta: Soffía og Þorsteinn hófu búskap á Unaósi 1996. Jörðin er landnámsjörð og hefur verið í byggð frá því Uni danski nam þar land.
Aukastörf: Þorsteinn hefur háskólapróf í búvísindum og starfaði sem ráðunautur áður en hann hóf búskap. Hann hefur einnig unnið sem kjötmatsmaður og er áhugamaður um matreiðslu. Sem aukastörf hefur hann haft leiðsögn við erlenda og innlenda ferðamenn og þýðingar úr ensku og tekur að sér verkefni á þessum sviðum.
Bústærð: Á Unaósi er eingöngu búið með sauðfé og er bústofn um 300 fjár. Þorsteinn og Soffía hafa kynbætt fjárstofninn og unnið að því að fá aukna vöðvafyllingu og minni fitu. Meðalfallþungi hefur verið á bilinu 17-17,5 kg og frjósemi allgóð.

Unaós

Um framleiðslu lambakjötsins

Fjárstofn: Úr Öræfum og af Ströndum. Kynbætt með sæðingum.
Vetrarfóðrun áa: Þurrhey með litlu kjarnfóðri á fengitíð og sauðburði.
Sumarbeit: Fjöll og dalir.
Beit fyrir slátrun: Lynggróður og óáborin há í túni.
Meðalfallþungi 2009: 16,0 kg.
Gæðaflokkun: Holdfylling góð. Fita innan við meðallag.

Landshættir

Unaós er ysti bær á Austur-Héraði og stendur undir fjöllunum þar sem Selfljót rennur í Héraðsflóa austanverðan. Jörðin er um 28 km2 (2.800 ha) að stærð. Þar eru góðar aðstæður til sauðfjárbúskapar, húsakostur góður og beitiland rúmt og grösugt. Það nær yfir Ósfjall og Hrafnabjargafjall frá sjó allt inn til Stórurðar undir Dyrfjöllum. Hey er venjulega allt þurrkað og hirt í litlum böggum.

Frá Unaósi er hins vegar langt að sækja þjónustu og skóla til Egilsstaða eða rúmir 50 km. Í upphafi síðustu aldar var þessu þó öfugt farið, þá var Unaós sá bær á Héraði sem styst átti að sækja verslun. Þá var uppskipunarhöfn og vöruafgreiðsla á Krosshöfða í landi Unaóss og þangað sóttu bændur af öllu Fljótsdalshéraði varning. Ábúendur á Unaósi bjóða neytendur velkomna í viðskipti á ný.

Myndir:

Soffí ÓsiSteini Ósi

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti