Kross í Fellum

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Kross í Fellum

Bændur: Einar Guttormsson f. 1966 og Harpa Rós Björgvinsdóttir f. 1965.

Símar: 471 1928, 897 7796 og 893 9496
Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Búseta: Einar og Harpa hafa búið á Krossi frá 1993. Börn þeirra eru Katla, fædd 1994 og Oddur fæddur 1996.
Aukastörf: Einar vinnur við smíðar, Harpa Rós er kennari við Fellaskóla.
Bústærð / landshættir: Bújörðin Kross í Fellum er fimmhyrnd, 360 hektarar að stærð og liggur að Lagarfljóti, 4 kílómetrum fyrir sunnan Fellabæ. Þar eru víða ásar og holt með klöppum og klettum. Í sundum og kvosum eru tjarnir og vötn, annars staðar mýrar. Í vötnum er silungsveiði. Gróðurlendi er margbreytilegt, s.s. fjalldrapi, lyng og heiðagróður. Ræktað land er um 30 hektarar.
Hlunnindi: Á Krossi er eingöngu stundaður sauðfjárbúskapur

Kross í Fellum

Um framleiðslu lambakjötsins

Heytegund: Rúlluhey og þurrhey.
Fjárstofn: Af Síðu og úr Öræfum. Mikið kynbætt.
Kjarnfóður að vetri: Fóðurbætirl rétt fyrir sauðburð og á sauðburði.
Sumarbeit: Lynggróður og lágt kjarr í fjalli.
Beit fyrir slátrun: Tekið beint af fjalli. Lítilsháttar óáborin há.
Vetrarmeðferð: Úti.

Meðalfallþungi 2009: 15,0 kg.
Gæðaflokkar: Holdfylling allgóð. Fita í meðallagi.

Nánar:
Stærð bústofns:
Um það bil 240 vetrarfóðraðar kindur.
Sumarbeit: Upprekstur er í Fjallsseli í Fellum og gengur féð að mestu leyti í Fellaheiði.

Staðsetning:
Kross er í Fellahreppi hinum forna, ekki fjarri þjóðvegi um það bil 7 kílómetrum sunnan Fellabæjar við Lagarfljótsbrú.

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti