Kaupa Austurlamb

Framleiðendur

Ýmislegt bendir til þess að lambakjöt frá Austurlandi geti verið betra en annað íslenskt lambakjöt. Hagstæðar náttúrulegar aðstæður og áratuga reynsla bænda skipta þar miklu máli. Austfirskir bændur hafa náð árangri við að minnka fitu á lömbum, en bjóða þó tiltölulega þunga skrokka, sem henta betur en smáir í flesta matreiðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hlutfall ómettaðra Omega-3 fitusýra í lambakjöti er einna hæst af Austurlandi, en þessar sýrur þykja heilsusamlegri en önnur fita.

Austurlamb veitir bændum sjálfum möguleika á aðkomu að sölu á sínu kjöti og það gefur þeim kost á aukinni hlutdeild í eigin verðmætasköpun. Þeir bændur sem valið hafa að selja sína framleiðslu undir merkjum Austurlambs leggja ríka áherslu á að upplýsa neytendur á sem bestan hátt um uppruna kjötsins. Upprunamerking kjötsins þýðir beina sölu til neytandans og veitir þessum bændum aukið aðhald af hans hálfu.

Ítrustu kröfur eru gerðar til þeirra bænda sem framleiða lambakjöt undir merkjum Austurlambs og tryggt er að kjötið fær fyrsta flokks meðhöndlun í afurðastöð. Með því að velja frá hvaða framleiðanda kjötið er keypt getur neytandinn verið viss um að fá í hendur fyrsta flokks gæðavöru.

1 Blöndubakki
2 Brekkubær
3 Dalir
4 Hákonarstaðir
5 Klaustursel
6 Kross í Fellum
7 Unaós
8 Útstekkur
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti