Hvernig kaupi ég Austurlamb

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Ágæti viðskiptavinur

Viðskiptin fara fram við einstaka bændur. Því eru kaupendur beðnir að velja einhvern bæ hér til hægri, þar sem finna má pöntunareyðublað. Viðkomandi bóndi ber ábyrgð á afgreiðslu vörunnar og kappkostar og koma til móts við ykkar þarfir.

Til athugunar:

 • Veittur er 5% afsláttur ef pantað verður í síðasta lagi þannr 12. september.
 • Afgreiðsla fyrirframpantana hefst í lok september.
 • Um verð og skilmála vísast til reitsins "vörur og verð" á forsíðu.
 • Athugið að bestu kaupin felast í að kaupa hálfa eða heila skrokka, þ.e. Austurlamb 1, 2, 3 eða 4.

Athugið að flutningskostnaður til kaupanda er ekki innifalinn í verðinu.

• Tafla yfir flutningskostnað Austurlambs með Landflutningum

Fjögur einföld skref til að kaupa Austurlamb

1. Bær valinn og smellt á kaupa hnappinn2. Hluti eða heill skrokkur valinn3. Gengið frá pöntun og greiðslu4. Sending afhent hjá Landflutningum

 1. Bær valinn og smellt á kaupa hnappinn.
  Bæina er hægt að velja á kortinu hægra megin á síðunni og undir flipanum framleiðendur í valmyndinni efst á síðunni.
 2. Hluti eða heill skrokkur valinn.
  Þegar ýtt er á kaupa hnappinn kemur valmynd með öllum þeim vörum sem Austurlamb býður upp á.
 3. Gengið frá pöntun og greiðslu.
  Fyrir neðan valmöguleikana er kaupendum gert að fylla út upplýsingar um kaupanda ásamt greiðsluupplýsingum og þá er pöntunin komin til bónda.
 4. Sending afhent hjá Landflutningum.
  Eftir að gengið hefur verið frá pöntun er ljúffengt Austurlambið tekið til og sent með fyrsta bíl hjá Landflutningum til kaupanda, sem getur vitjað sendingarinnar á næsta afgreiðslustað þeirra.

Eftir að smellt hefur verið á kaupa hnappinn á viðkomandi bæjarsíðu, ertu leidd/ur með einföldum hætti í gegnum pöntun og greiðslu á einfaldan hátt.

 


 

• Verð og vörulýsing

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti