Kaupa Austurlamb

Uppskriftir

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Frá Útstekk

Kjötsúpa Sjafnar.
Lambakjöt 500-800gr. skorið í smáa bita.
2-3 rófur skornar niður eftir smekk.
4-5 kartöflur brytjaðar sundur
2 gulrætur skornar niður
1/2-1 laukur
hrísgrjón eftir smekk
bankabygg einnig eftir smekk ( má nota haframjöl )
saltað að egin geðþótta
öllu blandað saman í pott ásamt vatni og soðið.

LAMBALÆRI AÐ HÆTTI TENGDÓ
Þetta lambalæri er oft á borðum hjá “Tengdó” og er allveg ótrúlega ljúfengt og hollt.
Eitt stk lambalæri frá Útstekk
Saltað og piprað eftir smekk.
Lærinu er skellt í eldfast mót og skutlað í ofninn. Steikt í 40 til 50 mínútur á 200 gráðum.
Þá er hellt yfir það einum bolla af vatni sem búið er að bragðbæta með kjötkrafti.
Lærið látið malla áfram, þangað til það er fullsteikt.
Þá er það borið fram í soðinu með góðu hrásalati, brauði og rauðvíni.
Toppurinn er að dífa brauðinu í soðið og fá sér rauðvín með.
Verði ykkur að góðu


Frá Hákonarstöðum

Lambslæri með villibráðakryddi
1 stk.læri úrbeinað. Best að úrbeina og krydda 2-3 sólarhringa fyrir steikingu.
Geymist í kæli eða köldum stað.
Kryddun.
2 tsk.salt
1/2 tsk.pipar
1/2 tsk.paprikuduft
1 tsk.timjan
1 tsk. rósmarin
1/4 tsk.hvítlauksduft
1 tsk.villibráðakrydd.
Hrærið öllu saman og stráið yfir og innan í úrbeinað lærið.Steikið í ofni við 175 gráður í ca. 1 klst.hækkað í 200 gráður og haft í ca.20-30 mín. Fer eftir stærð og þykkt.
Sósa gerð úr soðinu, gjarnan rjómalöguð.

Kjötréttur í tómatkrafti
1,1/2kg.lambakjöt t.d.frampartur (súpukjöt)
2-3 stórir laukar
smá matarolía til að steikja úr.
1/4-1/2 tsk.pipar 4-5 dl.vatn má vera meira.
Tómatlögur eða tómatsósa
2 tsk.salt.
Brúnið kjötið á pönnu. Sneiðið laukinn og steikið hann ljósbrúnan,leggið hann yfir kjötið í pott. Hellið vatni og tómatleginum í pottinn og síðan salti og pipar.sjóðið í ca.1 klst.
Sósa er síðan löguð úr soðinu og borin með.
Kartöflustappa tilheyrir,einnig gott að hafa hrísgrjón,annars eftir smekk

Lambslæri
Best að láta það þiðna hægt og krydda 2-3 dögum áður en matreitt er.
Kryddað með lambakjötskryddi og piparblöndu (góð frá Gevalia). Hvítlauksrifjum stungið inn í lærið hér og þar. Einnig er Season All ágætt með í bland.
Steikt í ofni í 1-2klst.
Þessi aðferð er mjög þægileg.
Má hér nefna kryddtegundir frá Pottagöldrum sem vert er að nota og hentar vel með lambakjöti. Þ.e. Lamb Islandia, Lambakridd úr 1001 nótt eða Grískt lambakrydd.

Kveðja frá Hákonarstöðum
Sigvaldi Ragnarsson


Frá Gilsá

Kjötsúpa
Grunnuppskrift:
1 kg. lambakjöt.
2 - 2½ ltr. vatn.
1-1½ msk salt, gróft.
Rúmlega ½ dl. hrísgrjón.
Ca. 1 bolli súpujurtir.

Til viðbótar eða eftir smekk í súpuna:
300 gr. gulrófa.
200 gr. gulrætur.
150 gr. hvítkál.
½ dl. smátt brytjað sellerí
1 laukur eða blaðlaukur.

Það góða við að elda kjötsúpu er að hver og einn getur þreifað sig áfram að eigin smekk. Grunnuppskriftin er góð, síðan getur maður soðið rófur og gulrætur með kartöflunum í sér potti. Þetta er holl og góð máltíð, sem gefur orku í kroppinn. Þeir sem óska eftir að sjóða ferskt grænmeti í súpunni, samkvæmt viðbótartillögunni, geta sleppt súpujurtunum eða minnkað magnið. Áður en suðu lýkur þarf að smakka súpuna til þess að meta hvort hún sé of sölt, þá bæta vatni í, eða hvort þarf að bæta örlitlu salti í hana.
Kjötið er sett út í sjóðandi saltvatnið og soðið í um það bil 30 mínútur, þá er hrísgrjónunum bætt útí.
Rófan er hreinsuð og brytjuð í bita eftir smekk, eins eru gulræturnar hreinsaðar og sneiddar.
Því næst er laukur og sellerí brytjað smátt og einnig hvítkál brytjað grófar, sett útí súpuna. Soðið áfram í 15-20 mínútur.
Alls er suðutíminn ca 60-70 mínútur.

Kveðja frá Gilsá.
Helga P. Harðardóttir.


Frá Fossárdal

Lambalæri
Velja tiltölulega feitt læri (R3+)
Taka um 4 hvítlauksgeira og kljúfa í 5 parta hvern eftir hentugleika og stinga alveg á kaf í lærið hér og þar. Ekki stinga stærri göt en þarf.
Síðan er lærið kryddað eftir smekk. Ég nota yfirleitt hvítlauksduft og svo seasonall eða einhverja kryddblöndu, (Hef ekki nennt að prófa mig áfram með annað eins og t.d. bara salt og pipar) Lærið er síðan sett í plastpoka eða þétta filmu og látið bíða í ísskáp í svona 3-4 sólarhringa.
Svo þræði ég þetta upp á grilltein, sem ég hef í mínum opni og grilla við 175° c í 1 ½ - 2 tíma eftir smekk. Persónulega vil ég ekki hafa lambakjötið léttsteikt. En því ræður smekkur hvers og eins.
Ef hitinn er nægur á ofninum brennur það sem af lærinu rennur í ofnskúffuna og það er síðan leyst upp með 3 dl. af vatni í lok eldunar og notað sem kraftur í sónuna + tveir súputeningar. (Sósan er uppbökuð)

Kveðja frá Fossárdal.
Guðný Gréta.


Frá Rauðholti

Pottréttur
Matreiðslutími (70-80 mín)
1200 gr lambaframpartur í bitum með beini
2 laukar
2-3 hvítlauksrif (magn eftir smekk)
1-3 gulrætur
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós kókosmjólk
pipar
salt
karrý (austurlanda karrý)
kanill
negull

Kjötið brúnað á vel heitri pönnu og sett í pott vatni helt í pottinn (þarf ekki að fljóta yfir kjötið), og soðið við hægan hita. Laukur og hvítlaukur mýktur á pönnunni og bætt út í pottinn. Gulrætur sneiddar og bætt úti. Kryddað, litlu seinna er tómötum og kókosmjólk bætt í. Hæfilegt er að sjóða réttinn í 50-60 mínútur frá því suðan kemur fyrst upp í kjötinu.
Í lokin er rétturinn, jafnaður með sósujafnara eða maizenamjöli, smakkaður og kryddi bætt í eftir smekk.
Borið fram með kartöflum, hrísgrjónum eða bygggrjónum og salati.
Til athugunar; ef kjötið hefur verið frosið er nauðsynlegt að það fái að þiðna vel. Það þarf að snyrta kjötið og brytja í hæfilega bita, betra er að hafa dálítið af fitu á kjötinu við steikinguna, ef ekki á að bera kjötið fram með beini er samt sem áður gott að brúna beinin og sjóða þau með en veiða þau upp úr áður en rétturinn er borinn á borð.
Þessa grunnuppskrift er hægt að nýta við ýmis tækifæri, bæta við grænmeti eftir smekk og jafvel breyta yfir í súpu með því að bæta við vatni og grænmeti, og þá gæti líka verið gott að bæta við smá grænmetiskrafti og annarri dós af kókosmjólk.
Rétturinn hentar við öll tækifæri og fellur í kramið jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Rétturinn er geymist vel þ.e. mjög góður upphitaður.

Fljótleg súpa
1-1 ½ kg lambaframpartur í bitum
1 dós karrísósa - thai choice
laukur
Annað grænmeti eftir tíma og smekk. (Gulrætur, rófur, karftöflur, sveppir, paprika, zúkkíni)
Vatn
Vatnið, kjötið og karríið sett í pott örðu hráefni bætt smátt og smátt út í, soðið í 60 mín. Borið fram með góðu grófu brauði.

Lambalæri að hætti hinna pottþéttu Provence-manna
Fyrir 6-8 manns
Vín: Cote du Rhone eða Medoc
Eitt lambalæri (mælt er með afurðum Austurlambs.is).
Forhita ofn með 180-200 gráðu hita á Celsius
Ofan á lærið:

  • 3 hvítlauksrif ( notkun á heilum hvítlauk hefur reynst vel)
  • 6 flök ansjósur
  • 12 blöð basilíkum
  • 2 msk ólívuolíu

Ofanálegg þetta skal hrært í mauk með töfrastaf eða matavinnsluvél (blender).Lærið skal smurt með maukinu og það síðan sett í forhitaðan ofn á grind, ekki í skúffu. Gott er að byrja steikingu í u.þ.b. 15 mínútur í 200 gráðu hita án vatns til að fá brúna skorpu. Þegar myndast hefur skorpa, skal sjóðandi vatni hellt í skúffu fyrir neðan grindina og hiti minnkaður í 120 gráður. Þannig má steikja lærið 4-5 klukkustundir, en gæta þarf að því að alltaf sé nóg af sjóðandi heitu vatni í skúffunni. Leiðist fólki þófið eða hungur sverfur að, má hækka hita og stytta steikingartíma.

Með þessu skal borið fram:Heimatilbúið majones , safanum af kjötinu hrært úti majonesið ásamt ferskri steinselju eða klippt er smávegis af baselíkum og það einnig sett saman við.

Majones:
2 eggjarauður
2 tsk sterkt franskt sinnep
2 msk vínedik, hvítt eða rautt eða sítrónusafi
50 cl ólívuolía
Salt , nýmalaður pipar.
Leggja allt efni til hliðar í klukkutíma í stofuhita.

Eggjarauður skulu settar í stóra skál og út í þær er hrært hratt með handþeytara sinnepi, ediki, salti, pipar. Síðan skal hella olíunni í dropatali út í og hrært stöðugt í á meðan og undir lokin skal olían renna í þunri bunu, þ.e. þegar sósan byrjar að þykkna, en ekki þó þannig að hún sé kláruð. Þegar majonesið er orðið þykkt, skal allri olíu loks hellt út í það og haldið áfram að þeyta þangað til majónesið er orðið nægilega þykkt.

Ofnbakaðar kartöflur:
Afhýðið kartöflur, skerið í þunnar sneiðar, raðið í eldfast mót. Hellið yfir á þetta smávegis af ólívuolíu blandaðri með hvítlauk.

Zuccini og tómatar:
Skerið zuccini og tómata í sneiðar og raðið í smurt eldfast fat, og hellið síðan yfir þetta ólívuolíu blandaðri hvítlauk og stráið yfir smátt skornu basilíkum.

Bon appétit!

 

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti