Kaupa Austurlamb

Kaupendur segja

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Frá upphafi höfum við leitast við að nálgast þarfir viðskiptavinanna og leitað eftir áliti þeirra. Mjög margar gagnlegar ábendingar bárust í sumar og mikið lof borið á framleiðsluna. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn.

 • Okkur finnst lambakjöt gott kjöt og kjötið, sem við höfum keypt af ykkur hefur alltaf verið gott. Í stóru verslununum veit maður ekki alltaf hvað maður er að kaupa.
 • Gott að geta keypt áfram ljúffengt kjöt og borgað þeim sem framleiðir það. Vil viljum ekki iðnaðarframleiðslu á lambakjöti.
 • Ef við fáum kjöt frá sama framleiðanda og í fyrrahaust, verðum við mjög ánægð. Kjötið þaðan fékk fyrstu einkunn, alveg sama hvaða hlutar voru framreiddir.
 • Allur frágangur og snyrting kjötsins hefur verið til fyrirmyndar. Við verðsamanburð við stórmarkaði þarf að taka tillit til þess að þar þarf maður að kaupa óþarfa bein og fitu með. Í mínum huga er samanburðurinn ykkur í hag.
 • Framtakið er frábært og til bóta bæði fyrir neytendur og framleiðendur.
 • Frábær sending og góð vara. Við munum fljótlega gera pöntun aftur.
 • Kjötið er mjög gott og lítur vel út, fyrsta flokks frágangur, verðið í lagi miðað við gæði.
 • Við hjónin vorum mjög ánægð með sendinguna frá í haust. Svo er og með þá sem komið hafa að matborði hér.
 • Ég fagna þessu framtaki og vil um leið hæla ykkur fyrir frábæra og fallega heimasíðu og hvað það er aðgengilegt að panta.
 • Þjónustan var fín, kjötið kom á umtöluðum tíma, fínasta kjöt og umbúðir til fyrirmyndar. Sem sagt að öllu leyti þægilegur verslunarmáti.
 • Hryggurinn var algert sælgæti.
 • Kjötið var frábært, eiginlega þarf ekkert að gera við það nema sjóða eða steikja, því bragðgæðin eru svo mikil.
 • Bragðgæði og útlit er mjög gott. Frágangur í umbúðum er til fyrirmyndar.
 • Það að vita uppruna vörunnar finnst mér gott.
 • Mér finnst bráðsnjallt og áhugavert að geta valið sér kjöt frá framleiðanda.
 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti