Kaupa Austurlamb

Gæðaflokkun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Vöðvafylling

Gllkjöt Grillkjöt: Kjöt sem er fitulítið og hentar þess vegna vel í grillsneiðar. Flokkar sem merktir eru með gulu/grænu henta reyndar einnig ágætlega á grillið en þá þarf að fitusnyrta og/eða úrbeina kjötið.
Flokkar E1, E2, U1, U2, R1, R2 og O2.

Steikur Steikur: Kjöt sem nýtist vel í steikur, annaðhvort heil stykki (læri, hryggur, bógur) eða úrbeinað. Flokkar með númerið 4 og 5 eru feitir eða mjög feitir, en í byggingarflokkum E, U og R er um góða vöðva að ræða. Lærisneiðar í fituflokki 3 og jafnvel 3+ eru einnig prýðilegt grillkjöt.
Flokkar E3 til og með E5, U3 til og með U5 og R3 til og með R5, O3

Vinnslukjöt Vinnslukjöt: Skrokkar sem hafa of litla vöðva til að henta vel í sölu. Þeir eru hins vegar fitulitlir og henta því ágætlega í ýmsa kjötvinnslu.
Flokkar O1, P1, P2 og P3

Annað kjöt Annað kjöt: Skrokkar með rýra vöðvabyggingu og mikla fitu. Erfitt í vinnslu og matreiðslu.
Flokkar O3+, O4 og O5, P3+, P4 og P5

 

Um flokkakerfið

Vöðvafylling

Annað kjötÓfáanlegt hjá Austurlambi

Annað kjötAlgengt hjá Austurlambi

Annað kjötSjaldgæfir hágæðaflokkar en mögulega til hjá Austurlambi

EUROP-kjötmatskerfið er samræmt kerfi sem nota má til mats á öllum tegundum sláturdýra og í Evrópusambandinu er það mjög víða notað þannig. Hér á landi er það einungis notað til mats á kindakjöti og var tekið upp árið 1998. Kerfið hentar framleiðendum vel sem leiðbeinandi tæki til kynbóta á búfé og er einnig hannað með það fyrir augum að nýtast kjötvinnslum, kjötkaupmönnum og neytendum. Því miður hefur ekkert verið unnið í því að kynna þetta kerfi íslenskum neytendum og er Austurlamb því brautryðjandi í því starfi. Kerfið byggir á tvöfaldri einkunn sem matsmaður gefur hverjum skrokki sem fer í gegnum sláturhús. Annars vegar er einkunn fyrir vöðvabyggingu, sem er sjónmat og byggir á eftirfarandi staðli:

E = Afbragðs vöðvabygging
U = Mjög góð vöðvabygging
R = Góð vöðvabygging
O = Fremur rýr vöðvabygging
P = Afleit vöðvabygging

Hins vegar er einkunn fyrir fitu. Fita er mæld á síðu skrokksins með sérstökum mæli, en sjónmat á heildarfitu skrokks getur fært niðurstöðu mælingarinnar til um einn flokk til eða frá. Staðall fyrir fituflokkun er svohljóðandi:

1 = Mjög lítil fita (undir 5 mm síðuþykkt)
2 = Lítil fita (5-8 mm síðuþykkt)
3 = Eðlileg fita (8-11 mm síðuþykkt)
3+ = Ívið of mikil fita (11-14 mm síðuþykkt)
4 = Mikil fita (14-17 mm síðuþykkt)
5 = Óhófleg fita (yfir 17 mm síðuþykkt)

 
Deila |
Facebook

Framleiðendur

Framleiðendur UnaósBrekkubærKrossKlausturselÚtstekkurBlöndubakki

Tenglar

Snæfell vöru og verðlisti sumar 2011
Austfirskar krásir - matur úr héraði
Kjötbókin - upplýsingaveita um íslenskt kjöt

Póstlisti